Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstjórn Garðs mótmælir niðurskurðartillögum í heilbrigðisþjónustu
Föstudagur 8. október 2010 kl. 16:05

Bæjarstjórn Garðs mótmælir niðurskurðartillögum í heilbrigðisþjónustu


Bæjarstjórnin í Garði lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum og mótmælir harðlega fyrirhuguðum tillögum um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Bókun þessa efnis var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í gær.
„Benda má á að framlög ríkisins til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í samanburði við aðrar heilbrigðisstofnanir hafa hlutfallslega verið og eru enn lægri en til annarra heilbrigðistofnana miðað við íbúafjölda.
Bæjarstjórn Garðs skorar á þingmenn Suðurkjördæmis, þingheim allan og Ríkisstjórn Íslands að koma í veg fyrir að niðurskurðartillögurnar nái fram að ganga,“ segir í bókuninni.

VFmynd/Hilmar Bragi - Heilbrigðisstarfsmenn á Suðurnesjum mótmæltu í gær  fyrirhuguðum niðurskurði á HSS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024