Bæjarstjórn Garðs á tímamótum
Bæjarstjórn Garðs stóð á tímamótum í gær. Þá var haldinn 100. fundur bæjarstjórnar. Við upphaf fundar í gær minntist forseti bæjarstjórnar þeirra tímamóta þegar fyrsti fundur bæjarstjórnar var haldinn þann 3. mars 2004.
Stærsta mál bæjarstjórnar í gær var fyrri umræða um ársreikninga ársins 2011. Nánar verður gerð grein fyrir umræðu um ársreikninga í annarri frétt hér síðar í dag.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum í gær þegar bæjarfulltrúar voru niðursokknir í skýringar Lilju Daggar Karlsdóttur frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG þar sem hún fór yfir helstu tölur úr ársreikningum bæjarins.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson