Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstjórn fagnar
Miðvikudagur 17. nóvember 2010 kl. 09:29

Bæjarstjórn fagnar


Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöður fyrsta ríkistjórnarfundarins sem haldin var á Suðurnesjum nýverið og einhuginn sem ríkti á fundinum. 
Þá fagnar bæjarstjórnin nýjum samráðsvettvangi ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna á Suðurnesjum sem vinna á að framgangi atvinnuuppbyggingar og eflingar svæðisins.

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi í gær. Undir hana skrifuðu allir bæjarfulltrúarnir ellefu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024