Bæjarstjórn efni til bindandi íbúakosningar
Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa efnt til undirskriftasöfnunar um bindandi íbúakosningu vegna stóriðjuframkvæmda í Helguvík. Íbúar Reykjanesbæjar gera kröfu á núverandi meirihluta að standa við gefin kosningaloforð og að efnt verði til íbúakosningar um málefni Helguvíkur, segir í tilkynningu frá andstæðingum stóriðju í Helguvík.
„Við undirritaðir íbúar í Reykjanesbæ förum fram á það við bæjarstjórn Reykjanesbæjar að haldin verði bindandi íbúakosning um það hvort íbúar vilji eða vilji ekki kísilver Stakksbergs ehf. og Thorsils ehf. í Helguvík og hafni þar með beiðni Stakksbergs ehf um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík.
http://listar.island.is/Stydjum/31
Í síðustu kosningu til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, settu flestir flokkar umhverfisslysið í Helguvík sem sitt aðal baráttumál. ,„Þeir flokkar sem skipa núverandi meirihluta í bæjarstjórn settu í gildandi stjórnarsáttmála eftirfarandi ,,Framboðin þrjú hafna mengandi stóriðju í Helguvík og mun nýtt framtíðarráð fjalla um starfsemina og leita lausna svo tryggja megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ sé ávallt í sátt við íbúa“.
Stjórn ASH hvetur alla íbúa og þá sem eiga lögheimili í Reykjanesbæ til að skrifa undir þessa kröfu um virkt íbúalýðræði. Undirskriftasöfnun mun standa yfir að lágmarki næstu vikurnar bæði í rafrænu- og pappírsformi. Hægt verður að nálgast undirskriftalista hjá okkur í ASH,“ segir í tilkynningunni.