Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstjórinn fékk blóm
Pálmi S. Guðmundsson, Davíð Ásgeirsson og Magnús Stefánsson, nýráðinn bæjarstjóri í Garði. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Þriðjudagur 17. júlí 2012 kl. 07:01

Bæjarstjórinn fékk blóm

Magnús Stefánsson hefur tekið við starfi bæjarstjóra í Garði. Hann hóf formlega störf í gærmorgun. Hann sagðist í samtali við Víkurfréttir vera ánægður með að vera kominn til starfa í Garðinum og verkefnið væri spennandi. Garðurinn skartaði líka sínu fallegasta veðri þegar Magnús mætti til vinnu, logni, heiðskíru og 17 stiga hita.

Það mun örugglega taka Magnús nokkra daga að koma sér inn í málin í Garðinum en verkefnin sem bíða hans eru án efa mörg og spennandi. Þá er nýr bæjarstjóri að svipast um eftir íbúðarhúsnæði í Garði en hann ætlar sér að flytja í Garðinn og búa þar, a.m.k. á meðan hann er bæjarstjóri en samningur við hann um starf bæjarstjóra gildir í tvö ár eða til loka kjörtímabils bæjarstjórnar. Eftir það hefur hann 3ja mánaða uppsagnarfrest. Verði honum hins vegar sagt upp áður en kjörtímabilið er liðið þá fær hann sex mánaða uppsagnarfrest.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Magnús Stefánsson með myndarlegan blómvönd sem hann fékk frá bæjarfulltrúum meirihlutans í gærmorgun. Með Magnúsi á myndinni eru þeir Pálmi S. Guðmundsson frá N-lista og Davíð Ásgeirsson frá L-lista. Þær Jónína Holm og Kolfinna S. Magnúsdóttir voru báðar staddar úti á landi og gátu ekki verið viðstaddar myndatökuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024