Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstjóri vanhæfur í bókasafnsmáli
Þriðjudagur 2. apríl 2024 kl. 08:37

Bæjarstjóri vanhæfur í bókasafnsmáli

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefur óskað eftir því að vera fyrir utan vinnu sem snýr að flutningi bókasafnsins í Hljómahöll.

Hann lagði fram bókun þess efnis á fundi bæjarráðs 21. mars.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Nú þegar búið er að ákveða að ráða utanaðkomandi verkefnastjóra til að stýra flutningi bóksafnsins í Hljómahöll lýsir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, sig vanhæfan til frekari vinnu við undirbúning verkefnisins. Kjartan Már var tónlistarkennari og skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík í átján ár (1980–1998) og fyrsti formaður stjórnar Hljómahallar og þar með Rokksafnsins 2012–2014. Kjartan telur sjálfur að persónulegar skoðanir hans gætu truflað vinnuna og því sé best að hann komi ekki að undirbúningi flutningsins.“