Bæjarstjóri Reykjanesbæjar tók fyrstu skóflustunguna
Iceland MotoPark
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tók fyrstu skóflustunguna að Iceland MotoPark á laugardag um borð í skurðgröfu. Framkvæmdabyrjunin vakti mikla athygli við Reykjanesbraut þar sem margir lögðu leið sína til þess að fylgjast með skurðgröfurallinu sem átti sér stað að fyrstu skóflustungunni lokinni.
„Við höfum hreinlega fært fjöll til þess að koma framkvæmdinni á þetta stig og það er mjög spennandi hve margir hafa sýnt framkvæmdinni áhuga,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Toppsins, en Toppurinn fer fyrir framkvæmdinni ásamt fjölda samstarfsaðila.
Ragnar Þór Ragnarsson sigraði í skurðgröfurallinu og því er hægt að segja að fyrstu íþróttaaskturskeppninni á Icleand MotoPark sé lokið.
Áætlað er að framkvæmdir hefjist af fullum þunga í apríl 2007 og verður þá lögð áhersla á að gera fyrst gokart brautina ásamt grunnvinnu við stærstu akstursbrautirnar á svæðinu.