Bæjarstjóri í veikindaleyfi
– Elísabet og Ólafur Þór taka við verkefnum og skyldum bæjarstjóra
	Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, er komin í tímabundið veikindaleyfi frá störfum sínum.
	
	Meirihluti bæjarráðs Sandgerðis hefur lagt það til við bæjarstjórn að við verkefnum og skyldum bæjarstjóra taki Elísabet Þórarinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar í samræmi við framlagða greinargerð.
	
	Guðmundur Skúlason fulltrúi B-lista lagði fram eftirfarandi bókun á fundi bæjarstjórnar í vikunni:
	
	„Fulltrúum B-listans er fyrirmunað að skilja þá ákvörðun meirihlutans að ráða tímabundið í starf bæjarstjóra Sandgerðisbæjar á meðan núverandi bæjarstjóri er frá vegna veikinda.
	
	Eðlilegast væri að staðgengill bæjarstjóra með aðstoð annarra sviðsstjóra sinni starfinu þennan stutta tíma“.
	 


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				