Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstjóri gróðursetur í skólagörðum
Miðvikudagur 16. júní 2004 kl. 09:55

Bæjarstjóri gróðursetur í skólagörðum

Árni Sigfússon, bæjarstjóri fór í sína fyrstu opinberu heimsókn í skólagarða Reykjanesbæjar í gær, en það var ósk barnanna sjálfra.

Börnin tóku vel á móti bæjarstjóra, höfðu útbúið spjöld með móttökukveðjum og voru fús að veita honum upplýsingar um garðana. Þau 40 börn sem hafa skráð sig til þátttöku í skólagörðum í sumar hafa sett niður kartöflur og voru í óða önn að setja niður blómkál, brokkólí, hvítkál, rófur og ískál þegar bæjarstjóra bar að garði.

„Það er gott að bæjarstjórinn er kominn,“ sagði ungur drengur og var fús að láta bæjarstjóra í té alla þá vitneskju sem hann bjó yfir um grænmeti og uppskeru. Þá sögðu börnin alveg eins víst að bæjarstjóri fengi að bragða á uppskerunni.

Aðspurð sögðu börnin að það væri gaman í skólagörðunum og senn líður að árlegri skemmtiferð þeirra til Reykjavíkur, þar sem þau ætla að skemmta sér í Húsdýragarðinum og skella sér í sund.
Um miðjan ágúst munu þau svo taka upp grænmetið en kartöflurnar í byrjun september.  Þau sögðust ætla að bjóða Árna Sigfússyni, bæjarstjóra aftur í heimsókn þá, en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024