Bæjarstjóri Grindavíkur sækir um prestakall
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, er meðal þeirra þriggja sem sóttu um Kolfreyjustaðarprestakall. Hún þjónaði í Neskaupstað fyrir um tuttugu árum. Það er Austurglugginn sem greinir frá þessu.
Umsækjendur voru kynntir í dag en umsóknarfrestur rann út á föstudag. Embættið er veitt frá 1. september næstkomandi. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Austfjarðaprófastsdæmis.
Nafn Jónu Kristínar vekur mesta athygli á listanum en hún hefur verið bæjarstjóri í Grindvík í rúmt ár. Hún útskrifaðist með embættispróf í guðfræði árið 1988 og fór til Neskaupstaðar strax eftir vígslu. Þar var hún í eitt ár áður en hún varð sóknarprestur í Grindavík. Því embætti gegndi hún til ársins 2006 þegar hún varð forseti bæjarstjórnar, en hún var efst á lista Samfylkingarinnar.
Aðrir umsækjendur eru Hólmgrímur Elís Bragason, sem undanfarin ár hefur þjónað á Reyðarfirði og Hornafirði. Þóra Ragnheiður Björnsdótir, cand. theol. sótti einnig um.
Sjá frétt Austurgluggans