Bæjarstjóri gerir minnisblað um flóttamenn
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að útbúa minnisblað um fyrirkomulag og hlutverk sveitarfélaga við móttöku flóttamanna, sem og um kostnað og þátttöku ríkissjóðs.
Sveitarfélagið Garður hefur móttekið erindi frá Velferðarráðuneytinug þar sem ráðuneytið óskar eftir að þau sveitarfélög sem hafa áhuga á að taka á móti flóttafólki hafið samband við ráðuneytið.
Minnisblað bæjarstjóra verður lagt fyrir bæjarráð til frekari umfjöllunar, segir í gögnum bæjarráðs Garðs.