Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstjóri gangi til samninga við JG herragarða
Þriðjudagur 3. október 2006 kl. 16:44

Bæjarstjóri gangi til samninga við JG herragarða

Bæjarráð Garðs hefur lagt til að bæjarstjóra verði falið að skrifa undir samninga við fyrirtækið JG herragarða ehf sem hyggst reisa svokallaða herragarða í land sveitarfélagins.
Um er að ræða 12 lóðir á skipulagssvæði sem spannar 16 hektara. Hámarksstærð húsa er 700 fermetrar en auk þess má byggja á lóðunum hesthús, starfsmannbústað eða gestahús allt að 150 fermetrum. Byggingareitir eru frá 2,600 upp í rúmlega 3000 fermetra auk 625 fermetra byggingareits fyrir hesthús eða gestahús.

Á myndunum má sjá staðsetningu og skipulag svæðisins

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024