Bæjarstjóri fundar með íbúum Reykjanesbæjar
Árlegir íbúafundir með Árna Sigfússyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar hefjast í kvöld þegar hann mun funda með íbúum Innri Njarðvíkur. Fundurinn verður í Akurskóla og hefst kl. 20:00.
Á miðvikudaginn mun Árni funda með íbúum Ytri-Njarðvíkur í Njarðvíkurskóla kl. 20 og á fimmtudaginn verður svo fundur í safnaðarheimilinu í Höfnum og hefst hann einnig kl. 20
Í næstu viku fundar bæjarstjóri í Keflavík. Mánudaginn 10. maí verður hann á fundi í Holtaskóla kl. 20 og þriðjudaginn 11. maí í Heiðarskóla kl. 20.
Á fundinum verður framsaga bæjarstjóra og helstu framkvæmdir kynntar. Sérstök umræða verður um nærumhverfið á hverju svæði fyrir sig og íbúar hvattir til að taka þátt í umræðum og fyrirspurnum.