Bæjarstjóri fundaði með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna
Heather Conley aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna átti í dag fund með Árna Sigfússyni bæjarstjóra á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar.
Með í för voru Philip Kosnett, aðstoðarsendirherra Bandaríkjanna á Íslandi og Thomas Navratil, deildarstjóri Evrópuskrifstofu bandaríska utanríkisráðuneytisins.
"Það var mjög ánægjulegt að hitta Heather Conley. Við ræddum aðallega þróun atvinnumála og atvinnuþróun hér í bæjarfélaginu m.a. í ljósi breytinga hjá Varnarliðinu. Einnig ræddum við möguleg fjárfestingartækifæri bandaríkjamanna á svæðinu í framtíðinni", sagði Árni að heimsókninni lokinni en Heather Conley hélt því næst af landi brott.