Bæjarstjóri boðar til íbúafunda
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, boðar til íbúafunda í Reykjanesbæ. Á fundunum verður m.a. fjallað um helstu verkefni í bænum á sviði umhverfismála, gatnaframkvæmda, skólamála, félagsþjónustu, ferðaþjónustu, menningar, íþrótta og tómstunda. Þá verður farið yfir framkvæmdir í hverfum og tekið við ábendingum íbúa um það sem betur má fara.Til að auðvelda íbúum aðsókn og umfjöllun um næsta nágrenni er fundarstöðum og tíma skipt á eftirfarandi hátt:
Íbúar í Innri Njarðvík - mánudaginn 28. apríl í Safnaðarheimili Innri Njarðvíkurkirkju
Íbúar í Njarðvík - þriðjudaginn 29. apríl í Njarðvíkurskóla
Íbúar í Höfnum - miðvikudaginn 30. apríl í Sædýrasafninu
Íbúar í Keflavík - sunnan Aðalgötu - mánudaginn 5. maí í Holtaskóla
Íbúar í Keflavík - norðan Aðalgötu - miðvikudaginn 7. maí í Heiðarskóla
Allir fundirnir hefjast kl. 20.00
Árni Sigfússon.
Íbúar í Innri Njarðvík - mánudaginn 28. apríl í Safnaðarheimili Innri Njarðvíkurkirkju
Íbúar í Njarðvík - þriðjudaginn 29. apríl í Njarðvíkurskóla
Íbúar í Höfnum - miðvikudaginn 30. apríl í Sædýrasafninu
Íbúar í Keflavík - sunnan Aðalgötu - mánudaginn 5. maí í Holtaskóla
Íbúar í Keflavík - norðan Aðalgötu - miðvikudaginn 7. maí í Heiðarskóla
Allir fundirnir hefjast kl. 20.00
Árni Sigfússon.