Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar gera athugasemdir við samanburð
Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar gera athugasemdir við samanburð Samtaka atvinnulífsins (SA) á rekstrarframmistöðu stærstu sveitarfélaganna segja framsetningu á samanburði sveitarfélaganna og hvernig þau standa innbyrðis út rá mismunandi rekstrarmælikvörðum ekki gefa rétta mynd af rekstararstöðu sveitarfélaganna í dag.
„Ef það hefur verið ætlun samtakanna að gefa mynd af því hvernig þetta hefur verið að meðaltali frá 2002 hefði það átt að koma skýrar fram. Eins og þetta er sett fram má ætla að samantektin segi til um stöðuna í dag, sem hún gerir alls ekki,“ segir í tilkynningu frá bæjarstjórunum Kjartani Má Kjartanssyni í Reykjanesbæ og Haraldi L. Haraldssyni í Hafnarfirði.
Þeir segja m.a. að eðli máls samkvæmt sé mikil fylgni milli rekstrar sveitarfélaga og þjónustu við íbúa. Því betri sem grunnrekstur hvers sveitarfélags er því meira svigrúm hefur hann til að bæta þjónustu við íbúa og draga úr skattheimtu og góður rekstur virðist skila sér heilt yfir í lægri skattheimtu á íbúa
„Niðurstaðan leiðir í ljós að mikil fylgni er milli þess hvernig sveitarfélögin raðast í rekstrarsamanburðinum og því hversu hátt hlutfall af tekjum íbúa sinna þau taka til sín með skattheimtu. Þar koma í ljós hin augljósu sannindi að góður rekstur virðist skila sér heilt yfir í lægri skattheimtu á íbúa.“
Hér má sjá ítarlegri samantekt bæjarstjóranna á heimasíðu Reykjanesbæjar.