Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bæjarstjórar ræddu við ráðherra um útgerð og fiskvinnslu á Suðurnesjum
Mánudagur 10. janúar 2011 kl. 17:30

Bæjarstjórar ræddu við ráðherra um útgerð og fiskvinnslu á Suðurnesjum

Bæjarstjórar allra sveitarfélaga á Suðurnesjum áttu í morgun fund með Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra og fulltrúum Fiskistofu um ástand í sjávarútvegi og fiskvinnslu á Suðurnesjum. Auk bæjarstjóranna sátu fundinn forsvarsmenn atvinnunefnda sveitarfélaganna hér á Suðurnesjum.


Fundurinn í morgun var svar sjávarútvegsráðuneytis við erindi sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sendi um versnandi stöðu í sjávarútvegi og fiskvinnslu í Reykjanesbæ. Í nóvember sl. sögðu Víkurfréttir frá því að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ætluðu að fara þess á leit við sjávarútvegsráðherra að bæjarfélagið fái úthlutað byggðakvóta og hann skoði leiðir til þess að vinna með heimamönnum að frekari uppbyggingu sjávarútvegs á svæðinu. Landaður bolfiskafli í Keflavík og Njarðvík hefur dregist saman úr 57 þúsund tonnum niður í 5 þúsund tonn frá því um miðja síðustu öld þegar Keflavík var ein stærsta löndunarhöfn landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Á fundinum í morgun skýrði Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra sína hlið málanna og auk þess fluttu þau Helga Sigurrós Vigfúsdóttir, forstöðumaður upplýsingasviðs Fiskistofu, erindi um veiðar og vinnslu á Suðurnesjum og Hinrik Greipsson sérfræðingur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fjallaði um reglur og framkvæmd byggðakvótans. Í framhaldinu voru svo umræður.


Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, sagði við Víkurfréttir eftir fundinn að hann hafi bæði verið ganglegur og upplýsand. „Við hér á Suðurnesjum fengum gott tækifæri til að kynna okkar sjónarmið, stöðu og þrónun sjávarútvegs hér. Gert er ráð fyrir að framhald verði á umræðum milli aðila sem vonandi verður til hagsbóta fyrir svæðið,“ sagði Sigrún í samtali við Víkurfréttir.


Myndin: Frá fundinum í Reykjanesbæ í morgun. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson