Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bæjarstjórar hittast og ræða málefni aldraðra
Frá Hrafnistu í Reykjanesbæ en þar eru 60 hjúkrunarrými fyrir aldraða.
Fimmtudagur 3. september 2015 kl. 15:21

Bæjarstjórar hittast og ræða málefni aldraðra

– málefni aldraðra rædd sérstaklega á næsta aðalfundi SSS

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) verður haldinn í upphafi næsta mánaðar. Stefnt er að því að hafa sérstaka umfjöllun um málefni aldraðra á fundinum, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegu fréttabréfi sínu.

„Bæjarstjórar sveitarfélaganna hafa undanfarið hist til skrafs og ráðagerða, sem leitt hefur til tillögu hópsins til stjórnar SSS um að málið verði tekið á dagskrá fundarins. Hópurinn telur mikilvægt að fjalla heildstætt um málaflokkinn, en einskorða t.d. ekki umræðuna við hjúkrunarþjónustu og heilbrigðismál. Staðreyndin er að á næstu árum mun mjög fjölga í þessum aldurshóp, og jafnframt má gera ráð fyrir að innan þessa hóps verði fólk almennt betur á sig komið og það virkara í en t.d. sami hópur var fyrir örfáum árum eða áratugum,“· segir Ásgeir í pistlinum í fréttabréfinu.

Allir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum eiga seturétt á fundinum hjá SSS. Vonast er til að niðurstaða þessarar umfjöllunar skili sér í heildstæðri og markvissri stefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir málaflokkinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024