Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstjóraólga í Grindavík
Miðvikudagur 1. ágúst 2018 kl. 12:00

Bæjarstjóraólga í Grindavík

Gríðarleg óánægja ríkir hjá mörgum starfsmönnum Grindavíkurbæjar um þessar mundir en ráðning nýs bæjarstjóra virðist hafa dregist vegna þess. Fannar Jónasson hefur gengt stöðu bæjarstjóra frá ársbyrjun 2017 en andrúmsloftið hefur verið þungt og er talað um samkiptaörðugleika í þessu sambandi síðustu mánuði hjá Grindavíkurbæ og hafa stafsmannamál verið ítrekað á dagskrá bæjarráðs. 

Fjórir aðilar hafa verið í viðtalsferli vegna bæjarstjórastöðunnar og er Fannar þar á meðal samkvæmt heimildum VF en Hagvangur sér um ferlið fyrir Grindavíkurbæ og hefur Rödd unga fólksins, nýr flokkur sem situr í minnihluta bæjarstjórnar Grindavíkur gagnrýnt ferlið og sendi  frá sér tilkynningu á Facebook-síðu sinni á dögunum. Þar kemur meðal annars fram að einungis þeir sem hafa atkvæðisrétt í bæjarráði muni vera með í ráðningarferlinu með nýjan bæjarstjóra en það eru tveir fulltrúar meirihlutans, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem og einn fulltrúi minnihlutans sem er oddviti Raddar unga fólksins. Í færslunni á Facebook er einnig sú spurning lögð fram hvort það sé nú þegar búið að ákveða hver næsti bæjarstjóri verður og hvort það sé verið að láta bæinn borga fyrir pólitíska leiki að hálfu meirihlutans.
Fannar Jónasson er með ráðningarsamning til 15. ágúst og mun það því koma í ljós á næstu dögum hver mun verða ráðinn bæjarstjóri. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru nokkrir reynslumiklir starfsmenn á bæjarskrifstofunni á förum eða íhuga stöðu sína hjá Grindavíkurbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á áformlegumfundi með bæjarfulltrúum á þriðjudagskvöld átti að reyna að ná lendingu í málinu. Á aukafundi bæjarstjórnarfundi, miðvikudaginn 1. ágúst verður að greint frá nýjum bæjarstjóra í Grindavík. Fundað verður fyrir luktum dyrum.