Bæjarstarfsmenn taka á móti jólatrjám til förgunar
Nú þegar jólin hafa runnið sitt síðasta skeið er fólk í óða önn að taka niður jólaskrautið. Jólatrén eru eitt af því sem taka þarf niður og munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar taka á móti jólatrjám til förgunar frá og með deginum í dag, 7. janúar og næstu daga þar á eftir. Jólatré skal setja á lóðarmörk og er nauðsynlegt að binda þau við ljósastur eða grindverk ef hvasst er.Hægt er að láta vita af trjám sem á að hirða í síma 421 1552.






