Bæjarstarfsmenn hirða jólatrén
Starfsmenn Reykjanesbæjar munu sjá um að hirða jólatrén frá íbúum bæjarins eins og verið hefur. Hirðing hóft í gær og stendur yfir til 14. janúar. Íbúar eru beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðarmörk til þess að þau verði fjarðlægð. Þess ber þó að geta að tré með skrauti eru ekki hirt.
Einhverjar áhyggjur hafa komið fram í þá veru að bæjarbúar þyrftu sjálfir að koma trjánum í lóg en svo er ekki. Það voru eingöngu borgaryfirvöld í Reykjavík sem hættu að hirða trén frá borgarbúum vegna kostnaðar.
Varðandi flugeldaleifar sem sjá má á stöku stað þá er ætlast til þess að íbúar sjái sjálfir um að koma þeim í ruslið.