Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar með skertan opnunartíma vegna Covid-19
Ráðhús Suðurnesjabæjar í Garði.
Mánudagur 5. október 2020 kl. 14:18

Bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar með skertan opnunartíma vegna Covid-19

Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar hefur yfirfarið hertar reglur um sóttvarnir. Sem fyrr er lögð áhersla á órofna starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins. Aðgerðastjórn hefur ákveðið að eftirfarandi breytingar á starfsemi gildi frá og mánudeginum 5. október 2020, þar til annað verður ákveðið.

Opnunartími ráðhúsanna í Garði og Sandgerði verður alla virka daga kl. 11:00 – 13:00 og gildir það í óákveðinn tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einstaklingar sem koma í ráðhúsin notist við andlitsgrímur sem verða til afnota í afgreiðslum. Jafnframt verður gestum óheimill aðgangur að skrifstofurýmum og kaffistofum starfsfólks, nema í sérstökum tilfellum og undir leiðsögn viðkomandi starfsmanna.

Íbúum og þeim sem eiga erindi við starfsfólk í ráðhúsum er bent á að notast við síma eða tölvupóst. Einnig er hægt að bóka sérstaka viðtalstíma við einstaka starfsmenn eftir ástæðum.

Líkamsræktarstöðvum í íþróttamiðstöðvum Suðurnesjabæjar hefur verið lokað.

Gestafjöldi í sundlaugar fer eftir reglum um fjölda sem miðast við 50% af gestafjölda samkvæmt starfsleyfum.

Starfsemi leik- og grunnskóla Suðurnesjabæjar verður með óbreyttu sniði.

Starfsemi fjölskyldusviðs í Vörðunni í Sandgerði hefur verið skipt upp, en einstaklingum sem eiga erindi við starfsfólk fjölskyldusviðs er bent á að hafa samband um síma eða tölvupóst.

Ef ákvarðanir verða teknar um frekari breytingar á starfsemi Suðurnesjabæjar, verður þeim komið á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins. Þær ráðstafanir sem nú gilda eru tímabundnar, segir á vef sveitarfélagsins.