Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarskrifstofur seldar á 18 milljónir króna
Laugardagur 9. júní 2007 kl. 11:54

Bæjarskrifstofur seldar á 18 milljónir króna

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt að taka tilboði upp á 18 milljónir króna sem barst í húseignina Melbraut 3 í Garði. Sú fasteign hýsir bæjarskrifstofur Garðs, þar til um næstu helgi, þegar ráðgert er að flytja í nýjar höfuðstöðvar í miðbæjarhúsinu í Garði, sem margir nefna Skálholt. Húseign Sparisjóðsins, sem stóð þar sem miðbæjarhúsið er risið, hét Skálholt.

Tvö tilboð bárust í gömlu bæjarskrifstofurnar, Efri-Gerðar, og hefur bæjarstjóra verið falið að ganga til samninga við þann aðila sem bauð 18 milljónir króna. Ekki kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar í Garði hver sá aðili er en tilboðið var samþykkt með sex atkvæðum og einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Mynd: Melbraut 3 í Garði eða Efri-Gerðar, eins og húsið heitir frá gamalli tíð fær nú annað hlutverk, en þaðan hefur sveitarfélaginu verið stjórnað í áratugi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024