Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 18. ágúst 2001 kl. 08:05

Bæjarsker í Sandgerði brunnu í nótt

Eyðibýlið Bæjarsker í Sandgerði urðu eldi að bráð í nótt.Slökkvilið Sandgerðis barðist við eldinn sem um tíma var mikill í húsinu. Þar hefur ekki verið búið um margra ára skeið en húsið hefur verið vinsæll viðkomustaður ungmenna og talið að eldur hafi verið borinn að húsinu í nótt.
Slökkvilið Sandgerðis naut aðstoðar Brunavarna Suðurnrnesja við vatnsöflun til slökkvistarfsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024