Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarsjóður Reykjanesbæjar skilar 640 milljóna króna rekstrarhagnaði 2010
Þriðjudagur 19. apríl 2011 kl. 19:13

Bæjarsjóður Reykjanesbæjar skilar 640 milljóna króna rekstrarhagnaði 2010

Bæjarsjóður Reykjanesbæjar skilaði 639,7 milljón kr. rekstrarhagnaði árið 2010, samkvæmt ársreikningi bæjarins sem lagður var fram í bæjarstjórn nú áðan. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var jákvæð um tæpar 351 milljónir kr. eða 4,86%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Samstæða Reykjanesbæjar, sem telur auk bæjarsjóðs aðrar stofnanir bæjarins, s.s. HS Veitur, Reykjaneshöfn og félagslegar húseignir, er hagstæð um 322,5 milljónir kr. Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) er jákvæð um 2,1 milljarð króna eða 17,8%.


Rekstrartekjur Reykjanesbæjar námu alls 11,8 milljörðum kr. Þar af námu rekstrartekjur bæjarsjóðs um 7,2 milljörðum kr.


Heildareignir Reykjanesbæjar námu um 52,1 milljörðum kr. í árslok 2010. Heildarskuldir Reykjanesbæjar námu um 43,4 milljörðum kr. en þar með eru taldar m.a. skuldir HS Veitna og framreiknaður leigukostnaður til næstu 25 ára.


Í lok árs 2010 mældist eiginfjárhlutfall samstæðu 16,79% en bæjarsjóðs 19,07%.


Verkefnið framundan er að styrkja lausafjárstöðu og eigið fé sveitarfélagsins. Um 19 milljarða kr. peningalegar eignir bæjarins, utan lögbundinna verkefna sveitarfélaga, geta styrkt lausafjárstöðu og lækkað skuldir verulega. Aðgerðir á þessu ári (2011) munu styrkja eiginfjárstöðu Reykjanesbæjar umtalsvert.

Raunhæfustu leiðirnar til styrkingar á fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar eru virkjun þeirra mörgu atvinnutækifæra sem bærinn hefur barist fyrir undanfarin ár.