Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 24. janúar 2002 kl. 18:49

Bæjarsjóður á ekki að seilast um of í vasa fyrirtækja og einstaklinga

Bréf frá eftirlitsnefnd um fjárreiður sveitarfélaga var til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Sandgerði í gærkvöldi. Bæjarstjórn hefur ákveðið að svara nefndinni. Fram kemur í bréfi eftirlitsnefndarinnar að samkvæmt reikningsskilum ársins 2000 er framlegð sveitarsjóðs Sandgerðis of lítil að mati nefndarinnar og að í óefni geti stefnt ef ekki verður úr bætt.Bæjarstjóri lagði fram upplýsingar um stöðu bæjarsjóðs, þróun síðustu ára að teknu tilliti til þeirra forsenda sem bæjarstjórn lagði upp með við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002 til næstu þriggja ára. En sú vinna fór fram áður en vitað var um ofanritað bréf.
Það er sameiginleg niðurstaða bæjarstjóra og bæjarstjórnar að það þurfi ekki að gera neinar breytingar á framlagðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 er framlegð varðar.
Bæjarstjórn hefur auk þess lagt áherslu á að bæjarsjóður eigi ekki að seilast um of í vasa fyrirtækja og einstaklinga til að auka við þjónustu eða til óþarfa framkvæmda.
Lagalegum skyldum er fylgt.
Útsvarið er nú 12.60 % og álagning fasteignargjalda er a) 0.36% og b) 1.37 %
Umsömdum launahækkunum Launanefndar sveitarfélaga hefur verið mætt með niðurskurði á starfsgildum á árinu 2000 og 2001 þegar bæjarstjórn sá að reksturinn var hærri en að var stefnt.
Bæjarstjórn harmar hinsvegar að athugasemdir skuli svo seint fram komnar eins og raun ber vitni og hvetur nefndina til að hraða úrvinnslu upplýsinga eins og frekast er kostur og að slíkar upplýsingar verði fram komnar í lok október ár hvert.
Reikningar bæjar- og sveitarsjóða er stjórntæki sem verður að nýta til að bregðast við innan hvers rekstrarárs en ekki tveimur árum síðar.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fullmóta svar Sandgerðisbæjar og verði það gert í tengslum við og með samþykki endurskoðanda bæjarfélagsins.
Bæjarstjórn minnir á að við samruna H.S. og Rafveitu Hafnarfjarðar voru greiddar út um kr. 70.000.000.- sem eru ekki teknar inn í samanburð og greinargerð bæjarstjóra en hér er vísað í gögn sem sett voru fram á fundinum.
Ofanritað samþykkt samhljóða af bæjarstjórn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024