Bæjarritarinn verður bæjarstjóri
Eirný Valsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri í Vogum og tekur hún við starfinu af Róberti Ragnarssyni í dag. Eirný hefur undanfarin ár gengt stöðu bæjarrritara í Vogum og verið staðgengill bæjarstjóra.
Sem bæjarritari hefur Eirný haft yfirumsjón með skrifstofuhaldi og fjármálum bæjarsjóðs og stofnana hans. Eirný er rekstrarfræðingur að mennt og hefur að auki lokið MBA gráðu í viðskiptafræði og MPM gráðu í verkefnastjórnun. Áður en hún réðst til sveitarfélagsins Voga hafði hún í 18 ár unnið að fjölbreyttum verkefnum innan stjórnsýslunnar og bankakerfisins, hjá Akraneskaupstað, Glitni og Rannís.
E- og H-listinn í Vogum mynduðu nýjan bæjarstjórnarmeirihluta í síðustu viku með sex fulltrúa af sjö. Í samkomulagi listanna var gert ráð fyrir því að nýr bæjarstjóri yrði ráðinn