Bæjarráð vill ekki rifta kaupsamningi vegna óskipts lands
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur hafnað að rifta kaupsamningi sem gerður var 7. febrúar 1992 á óskiptu landi ofan Reykjanesbrautar og á óskiptu landi á Stapa. Það var Kristinn Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður sem óskaði eftir riftuninni fyrir hönd umbjóðenda sinna en bæjarráð hafnaði erindinu á fundi sínum í vikunni.