Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarráð þurfti að útkljá deilu um geymslu
Þriðjudagur 17. júlí 2018 kl. 09:35

Bæjarráð þurfti að útkljá deilu um geymslu

Samningságreiningur var um geymslu í Víðihlíð í Grindavík þar sem rekin er hjúkrunardeild og íbúðir fyrir aldraða. Málið endaði inni á borði bæjarráðs Grindavíkur þar sem sviðsstjóri félagsþjónustu sat einnig fundinn.

Bæjarráð hefur farið yfir gögn málsins og umrædd geymsla er ekki til almennra afnota fyrir íbúa í eldra rými heldur er hún geymsla fyrir stærri íbúð á efri hæð í viðbyggingu. Bæjarráð áréttar að eldri íbúðir hafa geymslur á 3. hæð í Víðihlíð.
Á fundinum var bæjarstjóra falið að senda viðkomandi leigjanda bréf í samræmi við niðurstöðu fundarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024