Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarráð tekur undir þingsályktun um afturköllun ákvörðunar umhverfisráðherra
Fimmtudagur 29. október 2009 kl. 13:15

Bæjarráð tekur undir þingsályktun um afturköllun ákvörðunar umhverfisráðherra


Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir tillögu til þingsályktunar um afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra vegna Suðvesturlínu. Séstök umsögn bæjarráðs þar að lútandi var samþykkt samhljóma á fundi þess í morgun.

Flutningsmaður þingsályktunartillögunar er Ragnheiður E. Árnadóttir ásamt 23 þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Í greinargerð með tillögunni eru gerðar alvarlegar athugasemdir við ákvörðun umhverfisráðherra, m.a. að hún gangi freklega á meðalhófsregluna, tefli mikilvægri atvinnuuppbyggingu í tvísýnu og vinni gegn áformum um nauðsynlega atvinnusköpun. Þá er þess getið að ríkisstjórnin hafi gefið ákveðin fyrirheit um að engar hindranir yrðu af hálfu stjórnvalda um framgang verkefna eins og álvers í Helguvík.

„Bæjarráð Reykjanesbæjar styður heilshugar framkomna tillögu til þingsályktunar um að umhverfisráðherra afturkalli þá ákvörðun að fela Skipulagsstofnun að úrskurða að nýju um hvort fram skuli fara sameiginlegt mat á Suðvesturlínu, tengdum virkjunum og öðrum framkvæmdum.
Suðvesturlínur eru mikilvæg tenging byggða á Suðurnesjum við raforkuflutningskerfi landsins m.a. vegna mikillar fjölgunar íbúa á undanförnum árum, aukinna umsvifa flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og tengdrar starfsemi auk þess sem línan er forsenda fjölmargra nýrra atvinnutækifæra…Uppbygging atvinnulífsins á Suðurnesjum er háð línulögnum og öll töf á lagningu þeirra er atlaga að uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu,“ segir m.a. í umsögn bæjarráðs frá því í morgun.


Umsögn bæjarráðs má nálgast hér:

Þingsályktunartillöguna má nálgast hér

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, fær líklega engin jólakort í ár frá sjálfstæðis- og framsóknarmönnum.