Bæjarráð skorar á fjármálaráðherra að endurskoða áform sín
Samþykkt var ályktun á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í morgun þar sem varað er við afleiðingum hækkunar virðisaukaskatts á gistingu sem áformuð er í drögum að fjárlögum fyrir árið 2013. Hækkunin mun koma niður á allri ferðaþjónustu á Suðurnesjum sem veitir á annað þúsund íbúum Suðurnesja atvinnu segir í ályktuninni.
Í ályktun kemur m.a. eftirfarandi fram: „Óhjákvæmileg afleiðing skattahækunnar er samdráttur sem mun hafa í för með sér fækkun ferðamanna sem veldur fækkun flugferða og minni þörf fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu sem aftur leiðir af sér aukið atvinnuleysi á Suðurnesjum. með meirihlutaatkvæða fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks eða 4-1. Fulltrúi Samfylkingar greiddi atkvæði gegn ályktuninni.“
Bæjarráð skorar á fjármálaráðherra sem einnig er íbúi og þingmaður á Suðurnesjum að endurskoða áform sín um aukna skattheimtu á gistingu.