Bæjarráð Sandgerðis tekur undir álit SSS
- harma það einnig að enginn Suðurnesjamaður sé í flugvallavinnuhópi
Bæjarráð Sandgerðis tekur undir með Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum sem segist harma að það sé enginn Suðurnesjamaður í flugvallavinnuhópi sem á að fjalla um flugvelli á suðvesturhorninu. Þau telja mikilvægt að reynsla nærsamfélags alþjóðaflugvalla sé nýtt í allri vinnu í tengslum við framtíð flugsamgangna á Íslandi, þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Sandgerðis.