Bæjarráð Sandgerðis hvetur bæjarbúa til að hætta að ræða um mál Leoncie
Bæjarráð Sandgerðis skorar á íbúa Sandgerðisbæjar að taka ekki þátt í frekari umfjöllun um mál Leoncie og að bæjarbúar virði friðhelgi og einkalíf hvers annars. Bæjaryfirvöld munu ekki tjá sig frekar um mál þetta, segir í tilkynningu sem Víkurfréttum barst í morgun undir fyrirsögninni: Mál að linni
Hér er tilkynningin frá Sandgerðisbæ orðrétt:
Nokkrir fjölmiðlar hafa að undanförnu ítrekað fjallað um mál sem tengjast einum íbúa Sandgerðisbæjar, þ.e. söngkonunni Leoncie, en hún sakar nokkra íbúa sveitarfélagsins, og jafnvel bæjaryfirvöld, um ódrengilega framkomu í sinn garð.
Þær ásakanir eiga ekki við nein rök að styðjast af hálfu bæjaryfirvalda og hvað þá þorra bæjarbúa eins og látið er í skína í nokkrum blaðaviðtölum..
Bæjarráð Sandgerðisbæjar harmar að umrætt mál hafi ratað í fjölmiðla því málið er afar viðkvæmt og snýr fyrst og fremst að löggæslu og/eða meintum nágranna erjum. Slík mál hafa sem betur fer ekki verið fyrirferðarmikil í fjölmiðlum til þessa og er það von bæjarráðs að svo verði áfram í því litla samfélagi sem Ísland er.
Sandgerðisbær er framarlega í röð íslenskra sveitarfélaga hvað varðar fræðslu meðal íbúa sinna um einelti og kynþáttafordóma og afleiðingar slíks háttalags. Félagsþjónusta í bæjarfélaginu er einnig öflug og fagleg. Bæjarfélagið og stofnanir þess hafa að öllu leyti farið að settum reglum hvað varðar meðferð þess máls sem hér um ræðir. Félagsþjónustan hefur fjallað ítrekað um málið og unnið faglega að lausn hverju sinni, rætt hefur verið ítrekað við málsaðila, sóknarprestur bæjarfélagsins hefur verið kallaður til, lögreglan hefur ítrekað verið fengin á fundi með málsaðilum og félagsþjónustunni, bæjaryfirvöld hafa kallað lögmann aðilum til aðstoðar, Barnaverndarstofa hefur fengið málið til skoðunar og Alþjóðahús hefur fjallað um málið.
Þá hafa aðilar innan félagsmálaráðuneytisins farið yfir alla málsmeðferð bæjarfélagsins og enga hnökra fundið.
Ofangreind málsmeðferð hefur hins vegar því miður borið lítinn árangur enda er hér um að ræða viðkvæm og erfið mál, sem að mati bæjarráðs á ekkert erindi í fjölmiðla.
Sandgerðisbær er ört vaxandi sveitarfélag. Íbúafjölgun hér hefur verið mikil og ör að undanförnu og frekari vöxtur er fyrirsjáanlegur á komandi árum. Mikil áhersla er lögð á að bjóða alla, sem til bæjarins vilja flytja, velkomna – óháð aldri, kyni eða litarhætti. Jafnframt hafa allir íbúar Sandgerðisbæjar og starfsfólk sveitarfélagsins lagst á eitt við að aðstoða þá sem hingað flytja að aðlagast nýjum aðstæðum.
Bæjarráð skorar á íbúa Sandgerðisbæjar að taka ekki þátt í frekari umfjöllun um þetta mál og virða friðhelgi og einkalíf hvers annars. Bæjaryfirvöld munu ekki tjá sig frekar um mál þetta.
Þeim tilmælum er beint til fjölmiðla að þeir fjalli af varfærni um viðkvæm og persónuleg mál.
Hér er tilkynningin frá Sandgerðisbæ orðrétt:
Nokkrir fjölmiðlar hafa að undanförnu ítrekað fjallað um mál sem tengjast einum íbúa Sandgerðisbæjar, þ.e. söngkonunni Leoncie, en hún sakar nokkra íbúa sveitarfélagsins, og jafnvel bæjaryfirvöld, um ódrengilega framkomu í sinn garð.
Þær ásakanir eiga ekki við nein rök að styðjast af hálfu bæjaryfirvalda og hvað þá þorra bæjarbúa eins og látið er í skína í nokkrum blaðaviðtölum..
Bæjarráð Sandgerðisbæjar harmar að umrætt mál hafi ratað í fjölmiðla því málið er afar viðkvæmt og snýr fyrst og fremst að löggæslu og/eða meintum nágranna erjum. Slík mál hafa sem betur fer ekki verið fyrirferðarmikil í fjölmiðlum til þessa og er það von bæjarráðs að svo verði áfram í því litla samfélagi sem Ísland er.
Sandgerðisbær er framarlega í röð íslenskra sveitarfélaga hvað varðar fræðslu meðal íbúa sinna um einelti og kynþáttafordóma og afleiðingar slíks háttalags. Félagsþjónusta í bæjarfélaginu er einnig öflug og fagleg. Bæjarfélagið og stofnanir þess hafa að öllu leyti farið að settum reglum hvað varðar meðferð þess máls sem hér um ræðir. Félagsþjónustan hefur fjallað ítrekað um málið og unnið faglega að lausn hverju sinni, rætt hefur verið ítrekað við málsaðila, sóknarprestur bæjarfélagsins hefur verið kallaður til, lögreglan hefur ítrekað verið fengin á fundi með málsaðilum og félagsþjónustunni, bæjaryfirvöld hafa kallað lögmann aðilum til aðstoðar, Barnaverndarstofa hefur fengið málið til skoðunar og Alþjóðahús hefur fjallað um málið.
Þá hafa aðilar innan félagsmálaráðuneytisins farið yfir alla málsmeðferð bæjarfélagsins og enga hnökra fundið.
Ofangreind málsmeðferð hefur hins vegar því miður borið lítinn árangur enda er hér um að ræða viðkvæm og erfið mál, sem að mati bæjarráðs á ekkert erindi í fjölmiðla.
Sandgerðisbær er ört vaxandi sveitarfélag. Íbúafjölgun hér hefur verið mikil og ör að undanförnu og frekari vöxtur er fyrirsjáanlegur á komandi árum. Mikil áhersla er lögð á að bjóða alla, sem til bæjarins vilja flytja, velkomna – óháð aldri, kyni eða litarhætti. Jafnframt hafa allir íbúar Sandgerðisbæjar og starfsfólk sveitarfélagsins lagst á eitt við að aðstoða þá sem hingað flytja að aðlagast nýjum aðstæðum.
Bæjarráð skorar á íbúa Sandgerðisbæjar að taka ekki þátt í frekari umfjöllun um þetta mál og virða friðhelgi og einkalíf hvers annars. Bæjaryfirvöld munu ekki tjá sig frekar um mál þetta.
Þeim tilmælum er beint til fjölmiðla að þeir fjalli af varfærni um viðkvæm og persónuleg mál.