Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bæjarráð Reykjanesbæjar þakkar heilbrigðisstarfsfólki
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 12:03

Bæjarráð Reykjanesbæjar þakkar heilbrigðisstarfsfólki

„Reykjanesbær færir starfsfólki og stjórnendum HSS bestu þakkir fyrir trausta og dygga þjónustu við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja á Suðurnesjum og landinu öllu. Á stundum sem þessum kemur glögglega í ljós hversu mikilvægt það er fyrir samfélag eins og okkar að hafa á að skipa vel menntuðu og dugmiklu heilbrigðisstarfsfólki sem er tilbúið til að setja þarfir annarra ofar sínum eigin.

Bestu þakkir til ykkar sem og allra sem leggja mikið á sig til þess að hlúa að þeim sem veikir eru og vernda þá sem eru í viðkvæmri stöðu.“ Svo segir í bókun Bæjarráðs Reykjanesbæjar eftir fund þess í morgun. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024