Bæjarráð mælir ekki með leyfi handa Glóðinni
Bæjarráð Reykjanesbæjar mælir ekki með því að Nýju Glóðinni ehf verði veitt leyfi til reksturs veitingastaðar í þriða flokki. Bæjarráð tók afstöðu til málsins í morgun en fyrir lá erindi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Í því kemur fram að niðurstöður hljóðmælinga sýni að öll mæligildi hljóðmælinga séu yfir viðmiðunarmörkum í reglugerð. Því mælir HES ekki heldur með leyfisveitingu fyrir skemmtistað í þriðja flokki.
Sýslumaðurinn í Keflavík óskaði umsagnar bæjarráðs. Með tilliti til hljóðmælinga HES, sem bæjarráð óskaði eftir, að færu fram, og í ljósi mikilla kvartana íbúa um hávaða frá staðnum mælir bæjarráð ekki með að Nýju Glóðinni ehf. verði veitt leyfi til reksturs veitingastaðar í þriðja flokki, segir í fundargerð bæjarráð frá í morgun.