Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af reyk- og lyktarmengun frá kísilveri
- Óska eftir skýrslu frá Umhverfisstofnun
Bæjarráð Reykjanesbæjar lýsti á fundi sínum í gær yfir áhyggjum af lyktar- og reykmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík en líkt og Víkurfréttir hafa greint frá fundu íbúar fyrir henni eftir að verksmiðjan hóf framleiðslu um síðustu helgi. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur falið Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, að óska eftir skýrslu frá Umhverfisstofnun og að fulltrúar hennar mæti á næsta fund bæjarráðs þann 1. desember næstkomandi.