Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 3. maí 2002 kl. 20:56

Bæjarráð hvatt til að styrkja kvikmyndagerð

Kvikmyndafélagið ÍsMedia hefur sótt um styrk hjá Reykjanesbæ til kvikmyndagerðar en stefnt er að því að sýna kvikmynd félagsins á ljósanótt. Erindi var sent til bæjarráðs sem síðan sendi erindið áfram til Menningar- og safnaráðs Reykjanesbæjar.Menningar- og safnaráð fagnar tilkomu kvikmyndafélags í Reykjanesbæ. Ráðið tekur undir með styrkumsækjanda að fyrirtækið varpi jákvæðu ljósi á bæjarlífið og efli menningarlíf bæjarins fyrir utan hvað þetta er atvinnuskapandi og hvetur bæjarráð til að styðja við verkefnið.

Stefnt er að sýna myndina á Ljósanótt 7. september n.k.

Ráðið bendir á að næsta úthlutun menningarstyrkja verður ekki fyrr en í haust. Fjármagn það sem ráðið hefur yfir að ráða dugar ekki til hefðbundinna verkefna hvað þá til nýsköpunar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024