Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarráð Grindavíkur: „Suðurstrandarvegur ekki mótvægisaðgerð“
Mánudagur 16. júlí 2007 kl. 17:28

Bæjarráð Grindavíkur: „Suðurstrandarvegur ekki mótvægisaðgerð“

Bæjarráð Grindavíkur bókaði á síðasta fundi sínum mikil vonbrigði með þann mikla niðurskurð sem tilkynntur hefur verið á heimildum til þorskveiða á næsta fiskveiðiári. Bókun bæjarráðs fylgir hér:

Bæjarráð álítur að hér sé um tímabundinn niðurskurð að ræða. Augljóst er að þessi skerðing aflaheimilda kemur harðast niður á Grindavík af öllum sveitarfélögum. Nauðsynlegt er því að hefja þegar í stað viðræður við ríkisvaldið um mótvægisaðgerðir.


Bæjarstjóri hefur þegar óskað eftir fundi með forsætisráðherra um málið.

Bæjarráð vill benda á að endurbygging Suðurstrandarvegar er ekki að mati ráðsins mótvægisaðgerð gegn lækkun aflaheimilda enda hefur margoft verið svikið loforð um uppbyggingu vegarins. 
Bæjarráð fagnar að loks skuli sjást fyrir endann á málinu.

Bæjarráð bendir á að ýmsar aðgerðir eru tiltækar sem mótvægisaðgerðir svo sem efling þorskeldis í bænum, skuldbreytingar lána hafnarsjóðs, efling framhaldsmenntunar, uppbygging hótelstarfsemi, styrkja hjúkrunarheimilið í Víðihlíð, flutningur opinberra starfa til bæjarins og að fjármunir sem koma til ríkisjóðs vegna sölu hlutar ríkisjóðs í H.S. verði nýttur til uppbyggingar á Suðurnesjum.

VF-mynd úr safni/Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024