Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarráð Garðs sendir þakkir vegna Sólseturshátíðar
Þriðjudagur 6. júlí 2010 kl. 09:56

Bæjarráð Garðs sendir þakkir vegna Sólseturshátíðar

Bæjarráð Garðs vill þakka Knattspyrnufélaginu Víði, undirbúningsstjórn hátíðarinnar, Björgunarsveitinni Ægi, starfsmönnum bæjarins, lögreglu, Brunavörnum Suðurnesja og þeim fjölmörgu bæjarbúum, einstaklingum og fyrirtækjum sem með einum eða öðrum hætti tóku þátt í undirbúningi eða framkvæmd vel heppnaðrar Sólseturshátíðar. Þetta kemur fram í bókun frá bæjarráðinu

„Eitt það mikilvægast sem hvert bæjarfélag getur státað sig af er kröftugt og samtaka samfélag þegar kemur að því að standa saman og vinna að stærstu hátíð bæjarins á hverju ári. Því láni eigum við Garðmenn að fagna. Allur undirbúningur að Sólseturshátíðinni, framkvæmd hennar og dagskrá var okkur öllum til mikils sóma,“ segir bæjarráðið og bætir við:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Hátíðin hefur vakið athygli landsmanna á jákvæðu og góðu samfélagi hér í Garði sem er ómetanlegt orðspor fyrir bæjarfélagið til lengri tíma litið.

Ákvörðun bæjarstjórnar að færa framkvæmd hátíðarinnar til Knattspyrnufélagsins Víðis hefur tekist afar vel og almenn þátttaka í undirbúningi og þátttöku í hátíðinni hefur aldrei verið meiri.

Þá þakka bæjaryfirvöld listamönnum þeirra ómetanlega framlag til dagskrár Sólseturshátíðar 2010“.

Myndir frá Sólseturshátíðinni eru hér!