Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarráð Garðs mótmælir gjaldtöku á Reykjanesbraut
Miðvikudagur 15. desember 2010 kl. 13:07

Bæjarráð Garðs mótmælir gjaldtöku á Reykjanesbraut

Bæjarráð Garðs mótmælir harðlega hugmyndum um aukna skattheimtu með hagsmuni íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum í huga. Málið var tekið fyrir á bæjarráðsfundi 15.des sl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarráðið segir þetta vera skatt sem skekkir samkeppni fyrirtækja á Suðurnesjum við fyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrirtæki í smáiðnaði, vektrakar og þjónustuaðilar í Garði og Suðurnesjum reka fjölbreytta starfsemi á höfuðborgarsvæðinu og nú skal skattleggja aðgengi þeirra að þeim markaði. Uppbygging háksólasamfélags Keilis á Ásbrú og Fisktækniskóla í Grindavík munu vera settar skorður sem minnkar aðskókn af höfuðborgarsvæðinu vegna skattlagningar ferðakostnaðar nemenda,“ segir í bókun bæjarráðs.

Bæjarráðið telur að niðurskurður í heilbrigðisstarfsemi sé ávísun á fleiri ferðir sjúklinga og aðstandenda þeirra til höfuðborgarsvæðisins svo þetta sé ekki jákvæð viðbót.

„Á sínum tíma var gjaldtaka á Reykjanesbrautinni og íbúar á Suðurnesjum hafa lagt sitt af mörkum vegna kostnaðar við uppbyggingu þessarar fjölförnu umferðaræðar utan höfuðborgarinnar. Bílaeigendur greiða bensín- og olíugjald en nú á að bæta við veggjaldi til þess að þrengja enn að uppbyggingu atvinnu- og mannlífs á Suðurnesjum,“ segir einnig í bókun bæjarráðs af síðasta fundi sem var samþykkt samhljóða.