Bæjarráð fundar með Umhverfisstofnun í dag
Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu koma á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar í dag til að ræða mengun frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Formaður bæjarráðs, Friðjón Einarsson, lýsti því yfir í byrjun vikunnar að bæjaryfirvöldum væri nóg boðið vegna mengunar frá kísilverksmiðjunni og að hann teldi farsælast að starfsemi þar yrði stöðvuð sem fyrst.