Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarráð eingöngu skipað konum
Fimmtudagur 18. október 2012 kl. 10:20

Bæjarráð eingöngu skipað konum

Á 1301. fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar í gær kom upp sú óvenjulega staða að bæjarráð var eingöngu skipuð konum sem líklega er einsdæmi hjá Grindavíkurbæ. Jafnframt er talið að þetta sé yngsta bæjarráð frá upphafi.

Myndin var tekin að loknum bæjarráðsfundi í gær. F.v. Marta Sigurðardóttir (S) sem sat sinn fyrsta bæjarráðsfund sem varamaður fyrir Pál Val Björnsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir (B) varaformaður bæjarráðs og Kristín María Birgisdóttir (G) formaður bæjarráðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarráðskonurnar voru reyndar ekki alveg karlmannslausar á fundinum. Áheyrnarfulltrúi, þ.e. fulltrúi minnihluta, var Guðmundur Pálsson (D) og þá sátu jafnframt fundinn þeir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson fjármálastjóri.