Bæjarnöfnin valin í dag
	Nafnanefnd fyrir sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs sendi alls tíu nöfn til umsagnar Örnefnanefndar en alls bárust 392 tillögur að nýju nafni á sameinað sveitarfélag.
	Nefndin hefur fengið umsögn Örnefnanefndar og mun á fundi sínum í dag velja þau nöfn sem kosið verður um en stefnt er að því að kjósa um nafn á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir páska.
				
	
				

 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				