Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bæjarmerki Suðurnesjabæjar tekur á sig mynd
Gömlu bæljarmerkin munu víkja fyrir nýju byggðarmerki Suðurnesjabæjar á næstu vikum.
Mánudagur 11. febrúar 2019 kl. 16:37

Bæjarmerki Suðurnesjabæjar tekur á sig mynd

Þrjár tillögur um byggðamerki fyrir Suðurnesjabæ hafa verið kynntar fyrir bæjarstjórn sveitarfélagsins. Það er auglýsingastofan Hvíta húsið sem vinnur að útfærslu byggðamerkis en almenningi gafst m.a. kostur á að koma að hugmyndum um bæjarmerki.
 
Talsverðar umræður voru um byggðamerki og hönnunarstaðal á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar og þar var samþykkt samhljóða að senda eina tillögu af þremur til frekari úrvinnslu.
 
Ekki kemur fram í opinberum gögnum bæjarstjórnar á hvaða nótum sú tillaga er.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024