Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarlækur við Hafnargötuna?
Miðvikudagur 16. júlí 2003 kl. 10:49

Bæjarlækur við Hafnargötuna?

Fundurinn um Hafnargötuna, sem haldinn var í gærkvöldi á Ránni, var vel sóttur og margt áhugavert kom þar fram. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, kynnti framkvæmdaáætlun endurbyggingar götunnar, en gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið frá Duus húsunum að Faxabraut fyrir ljósanótt 2004.Ýmsar skemmtilegar hugmyndir komu fram á fundinum s.s. um listaverk og bæjarlæk við Hafnargötuna. Þá var skipað í nefnd til að vinna að tillögum um samræmt litaval fyrir byggingar við götuna.

Áhugahópur um miðbæjarsamtök mun koma saman kl. 20 á mánudagskvöldum á Ránni og eru allir sem hafa áhuga á málefnum miðbæjarins velkomnir. Stofnfundur samtakanna verður haldinn 18. ágúst n.k. og verður hann nánar auglýstur síðar.

Myndin: Lögð var fram hugmynd um að skapa myndir á Hafnargötuna með marglitum hellum, en meðfylgjadi mynd er af torgi í Barcelona á Spáni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024