Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarins beztu pylsur opna í Reykjanesbæ
Föstudagur 17. desember 2021 kl. 16:44

Bæjarins beztu pylsur opna í Reykjanesbæ

Bæjarins beztu pylsur hafa opnað á tveimur stöðum á Suðurnesjum, í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og í Orkustöðinni á Fitjum í Reykjanesbæ. Pylsuvagninn er gamalgróið fyrirtæki úr Reykjavík sem er búið að bjóða svöngum höfuðborgarbúum og nærsveitamönnum upp á pylsur síðan 1937.

„Reykjanesbær er öflugt bæjarfélag sem á bara eftir að stækka í framtíðinni með sterk tengsl við flugvallasvæðið og Reykjavík, og vonumst við til að Bæjarins beztu eigi eftir að vera ánægjuleg viðbót við matarflóru Suðurnesja,“ segir í tilkynningu frá Bæjarins beztu. Í tilefni opnunar er veglegt opnunartilboð frá Bæjarins bezstu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024