Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarhliðið kostar tæpar 3 milljónir
Mánudagur 2. febrúar 2004 kl. 15:27

Bæjarhliðið kostar tæpar 3 milljónir

Kostnaður við hið svokallaða bæjarhlið sem stendur á Vogastapa með nafni Reykjanesbæjar eru tæpar 3 milljónir króna að sögn Árna Sigfússonar bæjarstjóra. Kostnaður við stafagerðina og uppsetningu stafanna er um 1,6 milljónir króna, kostnaður við ljósabúnað og uppsetningu þeirra er um 400 þúsund krónur og flutningur efnis í grjóthleðsluna er tæp ein milljón króna.
Að sögn bæjarstjóra var hugmyndin að bæjarhliðinu kynnt á íbúafundum með bæjarstjóra sl. vor og segir Árni að hugmyndin hafi þróast í rólegheitum út í það sem hún er í dag. Bæjarhliðið verður upplýst í dag, á kyndilmessu klukkan 18:30.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024