Bæjarhátíðir og brennur til skoðunar í Suðurnesjabæ
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að fela ferða-, safna-og menningarráði að fjalla um og gera tillögur um fyrirkomulag bæjarhátíða í Suðurnesjabæ eftir árið 2019. Einnig á ráðið að fjalla um fyrirkomulag áramótabrenna.
Í dag eru tvær bæjarhátíðir. Annars vegar Sólseturshátíð í Garði og hins vegar Sandgerðisdagar. Þá hafa verið áramótabrennur í báðum sveitarfélögum í mörg ár.
Þá var samþykkt að fela bæjarstjóra í samráði við mannauðsstjóra og starfsfólk að gera tillögu um árlegan fögnuð starfsmanna eftir árið 2019.
Tillögur eiga að berast bæjarráði eigi síðar en fyrir lok ágúst 2019.