Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar í fullum gangi
Bæjarhátíðin í Suðurnesjabæ hófst í gær og stendur fram á sunnudag.
Veðurguðirnir leika heldur betur listir sínar í dag en í kvöld verður sjósund við Bæjarskersfjöru og hefst kl. 19:00 og klukkan 20:00 verður pottakvöld.
Hér má sjá dagskrána það sem eftir lifir hátíðarinnar.
Þriðjudagurinn 22. ágúst
Sjósund við Bæjarskersfjöru
Bylgja Baldursdóttir leiðir sjósund við Bæjarskersfjöru mæting er við innsiglingamerkið sunnan við Sjávargötu kl 19:00.
Íþróttamiðstöðvar Suðurnesjabæjar
20:00 - Pottakvöld kvenna í sundlauginni í Sandgerði í umsjón starfsmanna íþróttamiðstöðva. Athugið að 18 ára aldurstakmark er í laugina. Léttar veitingar í boði.
Kjörbúðirnar í Garði og Sandgerði
Pulsur frá SS verða á 20-25% afslætti í dag
Miðvikudagurinn 23. Ágúst
Bókasafn Suðurnesjabæjar – föndurstund
Bókasafnið stendur fyrir föndurstund fyrir alla þá sem vilja frá kl 14:00 - 17:00
Samkomuhúsið í Sandgerði
Fjölskyldubingó kl 17:00-19:00 Pizzusala og sjoppa á staðnum.
Íþróttamiðstöðin Garði
Partýspinning 17:30. Álfheiður spinningkennari stendur fyrir partýspinning í 90 mínútur.
Gerðaskóli- streetball
Ungmennaráð Suðurnesjabæjar stendur fyrir Streetball móti ( körfuboltamót) kl 19:30 og er keppnin haldin í Gerðaskóla. Við hvetjum alla aldurshópa til að taka þátt og má skrá sig hér.
Sjósund
Guðríður S Brynjarsdóttir (Gauja) leiðir sjósund úti á Garðskaga og hefst sjósundið kl 20:30.
Lopapeysupartý í Þorsteinsbúð í Garði.
Ungmennaráð Suðurnesjabæjar stendur fyrir lopapeysupartýi í Þorsteinsbúð, björgunarsveitarhúsinu í Garðinum miðvikudaginn 23.ágúst kl 21:30 – 23:00. Daniil og Sigurður Smári mæta og halda uppi stemningu. Frítt er á viðburðinn sem er áfengis- og vímuefnalaus, léttar veitingar verða í boði og hvetjum við öll 15 ára og eldri til þess að mæta.
Kjörbúðirnar í Garði og Sandgerði
Pulsur frá SS verða á 20-25% afslætti í dag
Fimmtudagurinn 24. ágúst
Bleikur/fjólublár dagur á starfstöðvum í Suðurnesjabæ við hvetjum vinnustaði til að mæta í bleiku/fjólubláu.
Brons völlurinn - Sandgerði
Reynir – Kormákur Hvöt kl 18:00 á Brons vellinum.
Samkomuhúsið í Sandgerði
Partýbingó í Samkomuhúsinu í Sandgerði með Evu Ruzu og Sigga Gunnars í umsjón Unglingaráð Reynis og Víðis. Bingóið hefst kl 21:00 og er 18 ára aldurstakmark inn á viðburðinn
Kjörbúðirnar í Garði og Sandgerði
Pulsur frá SS verða á 20-25% afslætti í dag
Föstudagurinn 25. Ágúst
Grunnskólar Suðurnesjabæjar
Pizza veisla fyrir nemendur hjá grunnskólum Suðurnesjabæjar og óvænt atriði.
Sandgerðishöfn
14:00 -18:00 – Hoppland mætir í heimsókn við Sandgerðishöfn. Hægt verður að leigja blautbúninga á viðráðanlegu verði.
Brons völlurinn - Sandgerði
16:00 - Norðurbær - Suðurbær. „Gamlar knattspyrnuhetjur takast á“.
Reynisheimilið
Saltfisksveisla hefst kl 19:15 í Reynisheimilinu. Mikilvægt að skrá sig hér - https://nordursudurbaer.is/skraning/
Samkomuhúsið í Sandgerði
Ball í Samkomuhúsinu í Sandgerði með Stuðlabandinu. Ballið byrjar kl 23:45 og kostar 4.500 kr. í forsölu og verður forsalan haldin í Reynisheimilinu 16. og 17. ágúst. Annars er verðið 5.500 kr. við hurð. Við vekjum athygli á því að 20 ára aldurstakmark er á viðburðinn.
Laugardagurinn 26. ágúst
Sandgerðishöfn
Dorgveiðikeppni við Sandgerðishöfn kl. 11:00 í umsjón Björgunarsveitarinnar Sigurvon. Verðlaunaafhending verður eftir veiðina.
Garðsskagi
Minningarskjöldur um Þormóðsslysið verður afhjúpaður á Garðskaga laugardaginn 26. ágúst kl. 12:00 á hádegi. Skjöldurinn verður aðgengilegur á sjóvarnargarðinum við Garðskagavita.
Hátíðarhöld á Garðsskaga í umsjón Knattspyrnufélagsins Víðis
Fjölskylduskemmtun kl.13:00-15:00. Kynnir skemmtunarinnar er Guðjón Davíð Karlsson (Gói)
- Dagskrá sett af Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra
- Leikskólar bæjarins syngja lög
- Danskompaní með sýningu
- Latibær
- Benedikt Búálfur í boði SI raflagna
- Diljá
- BMX brós
Bubbluboltar, veltibíllinn og leiktæki frá Hopp og Skopp verða á svæðinu á meðan barnadagskráin er í gangi.
Bjórhlaup með Litla brugghúsinu kl.15:30
Litla Brugghúsið heldur bjórhlaup í annað sinn en hlaupið tókst ótrúlega vel í fyrra. Hlaupin verður bjórmíla sem þýðir samtals fjórir bjórar og 1,6 km. Þau sem náð hafa 20 ára aldri og eru ekki að keyra bíl geta tekið þátt. Það kostar 4000 kr. að taka þátt í hlaupinu og skal það greitt á staðnum áður en hlaupið hefst, en hægt er að greiða með bæði korti, peningum eða með að leggja inn á reikning 0542-26-680520 kt. 6805200380. Mæting er kl. 15:30 hjá Víðishúsinu en hlaupið hefst kl. 16:00 með fyrsta bjór en tvær bjórstöðvar verða á leiðinni og svo lokastöðin verður hjá okkur í Litla Brugghúsinu.
Við óskum eftir því að einstaklingar forskrái sig hér.
Í ár verða veitt tvenn verðlaun. Verðlaun verða fyrir fyrsta sætið og svo fær það lið eða einstaklingur sem er í flottasta búningnum verðlaun. En fyrst og fremst er þetta hlaup til að skemmta sér og njóta. Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum að taka þátt og skemmta sér.
Kvöldskemmtun kl.20:00 á Garðsskaga. Kynnir kvöldskemmtunarinnar er Eva Ruza
- Herbert Guðmundsson
- Stefanía Svavarsdóttir
- Aron Can
- XXX Rottweiler
- Matti Matt og hljómsveit
- Flugeldasýning í umsjón björgunarsveitarinnar Ægis.
Sjávarsetrið í Sandgerði
Afmælisfögnuður Sjávarsetursins
1 árs afmæli Sjávarsetursins verður fagnað í stórum stíl með "opnu sviði" sem hefst kl 23:00.
Hljómsveitin 3/4 mætir og öllum frjálst að leyfa hæfileikum sínum að blómstra, eigna sér sviðsljósið og grípa í fóninn.
Sunnudagurinn 27. Ágúst
Golfklúbbur Sandgerðis
Golfklúbbur Sandgerðis efnir til golfmóts og hefst mótið kl 09:00. Skráning er á golfbox.
Garðskagi
Sunnudaginn 27.ágúst verður fornbíla- og tækjadagur við safnið þar sem gestum gefst tækifæri til að skoða tæki og bíla af svæðinu kl.12:00 -17:00.
Af sama tilefni verður BSA A10 mótorhjól frá 1958 sýnt inni á safninu og tvær vélar úr Vélasafni Guðna Ingimundarsonar settar í gang kl. 15:00.
Perlur safnsins verða á sínum stað;
Verzlun Þorláks Benediktssonar verður opin, Húsin hans Sigga í Báru, örsýningarými safnsins er með tímabundna sýningu á herminjum, ágiskunarleikur safnsins ásamt fjöldanum öllum að spennandi munum.
Víðisvöllur - bílaplan
Bílabíó á Víðisplani. Tímasetning kemur síðar.
Söfn og áhugaverðir staðir í Suðurnesjabæ
Byggðasafnið á Garðskaga
Í tilefni af Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar dagana 21. – 27.ágúst opnar Byggðasafnið á Garðskaga nýja ljósmyndasýningu með myndum úr Suðurnesjabæ eftir Magnús Magnússon og fyrstu einkasýningu perlulistamannsins Hannesar Sveinlaugssonar. Báðir listamennirnir búa í Suðurnesjabæ og eru þetta sölu- og uppboðssýning. Byggðasafnið er opið alla daga til loka september kl. 10:00-17:00. Aðgangur ókeypis.
Þekkingarsetur Suðurnesja
Opið laugardag og sunnudag kl 13:00 – 17:00. Aðgangur ókeypis.
Bókasafn Suðurnesjabæjar
Opið mánudaga-fimmtudaga kl 10:00-17:30. Föstudaga kl 10:00-12:00. Aðgangur ókeypis.
Sjólyst
Opið laugardag og sunnudag frá kl.14:00-17:00. Aðgangur ókeypis.
El Faro
El faro Norðurljósavegi 2, Garði verður með 10% afslátt af öllu á matseðli fyrir utan tilboðin sem þau eru með nú þegar. Biðja þarf um afsláttinn við kassa þegar greitt er.
Eldhúsið er opið alla daga frá 17.00 - 21:30