Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Ljóst að aðrir munu krefjast sömu hækkana
Mánudagur 25. október 2004 kl. 16:23

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Ljóst að aðrir munu krefjast sömu hækkana

„Ég á erfitt með að skilja af hverju slitnað hafi upp úr viðræðum fulltrúa kennara og sveitarfélaga sérstaklega þegar upplýsingar um hvað var í boði og hvað bar í milli lágu fyrir. Flest allir eru sammála um að laun kennara ættu að vera hærri,“ segir Steinþór Jónsson bæjarfulltrúi sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í greinum kennaraverkfallið sem hann skrifar á vefsíðu sína, www.steini.is.

Í greininni segir að það séu takmörk fyrir því hvað hægt sé að ganga langt í samningum við kennarar og að skoða verði hvað sveitarfélögin hafi bolmagn til að greiða. „ Þegar samningar við kennara liggja fyrir má ljóst vera að aðrir umbjóðendur sveitarfélaga krefjast sömu hækkana. Einnig hafa fulltrúar ASÍ og Starfsgreinasambandsins sagt að ef samningar nú verði hærri en umbjóðenda þeirra muni samningsforsendur bresta! Þetta þýðir að verðbólga þýtur upp og allir, líka þeir sem nýbúnir eru að fá launaleiðréttingu, lenda í hækkunum varðandi þau lán s.s. húsnæðislán og fl. Þess vegna er mikilvægt að launþeginn, kennarar í þessu tilfelli, gangi ekki yfir þolmörk hagkerfisins og finni kröfum sínum stað þar sem hagsmunum þeirra sjálfra er best borgið,“ segir m.a. í grein Steinþórs á vefsíðu hans.

Hér má lesa grein Steinþórs í heild sinni.

Ljósmynd úr myndasafni VF.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024